
Persónuvernd
Persónu-
verndar-
stefna
Persónuverndarstefna End | B | T | byggir á lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016, um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.
Tilgangur stefnunnar er að tryggja heildstæða sýn á þær persónuupplýsingar sem félagið vinnur hverju sinni og að sú vinnsla samræmist ákvæði framangreindra laga og reglugerðar. Persónuverndarstefna End|B|T| hefur það markmið að starfsmenn, viðskiptavinir og aðrir viðsemjendur, séu upplýstir um hvernig félagið safnar og vinnur með persónuupplýsingar.
Vinnsla þeirra persónuupplýsinga sem End | B | T | hefur undir höndum fer eftir því í hvaða tilgangi þeirra er aflað og er ávallt í samræmi við persónuverndarstefnu okkar, sem og ákvæði ofangreindra laga og reglugerðar.
Ábyrgðarmaður með persónuverndarstefnu End | B | T | er:
Endurskoðun BT ehf.
Stórhöfða 33
110 Reykjavík
Lárus Finnbogason
GSM: +354 893 5129
Hjálagt: Persónuverndarstefna End | B | T |