top of page
Valley

Endurskoðun BT

| Fjármál eru engin smámál |

ChangeHeadeBackground

Um
End BT

Reynsla

Endurskoðun BT ehf. (End BT) er endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki. Félagið byggir á traustum grunni og áratuga reynslu eigenda sem allir hafa starfað við endurskoðun, reikningsskil og ráðgjöf til áratuga. 

Eigendur End BT eru Ágúst Heimir Ólafsson, Birkir Leósson, Guðmundur Kjartansson og Lárus Finnbogason sem allir eru endurskoðendur.

Reglur

End BT er endurskoðunarfyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti endurskoðendaráðs. Um starfsemi End BT gilda lög nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun, reglugerð ESB nr. 537/2014, siðareglur endurskoðenda sem nálgast má hér https://www.fle.is/static/files/2013/sidareglur.pdf. Þá gilda um störf endurskoðenda ýmis önnur lög og reglur s.s. lög nr. 3/2006 um ársreikninga, alþjóðlegir staðlar um endurskoðun og reikningsskil.

Traust

End BT býður viðskiptavinum upp á þjónustu á sviði endurskoðunar, reiknings- og skattskila ásamt heildstæðrar fjármálaráðgjafar fyrir allar tegundir fyrirtækja. End BT er sérþekkingarfyrirtæki þar sem eigendur búa að áralangri og víðtækri reynslu af ráðgjöf og þjónustu á öllum þeim sviðum sem End BT býður upp á en eigendur voru allir stofnendur og eigendur um árabil að einu stærsta sérþekkingarfyrirtæki Íslands.

End BT er staðsett að Stórhöfða 33. 


Starfsemi End BT er fyrst og fremst á Íslandi en eigendur félagsins hafa unnið að sérþekkingarverkum víða erlendis. Strangar reglur gilda um endurskoðunarfyrirtæki og starfsmenn þeirra og ríkar skyldur eru lagðar á þá hvað varðar trúnað um málefni viðskiptavina sinn og varðveislu upplýsinga og gagna. Persónuverndarstefnu End BT er að finna hér.

Um okkur

Okkar
sérsvið

Reikningsskilagerð

End BT býður upp á aðstoð og ráðgjöf varðandi reikningsskil fyrirtækja, hvort sem um er að ræða reikningsskil sem gerð eru eftir íslenskum lögum eða alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS).  Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu. 

  • Ársreikningar

  • Árshlutareikningar

  • Fjárhagsskýrslur

  • Fjárhagsgreiningar

Eigendur End BT búa yfir mikilli sérþekkingu á reikningsskilareglum, bæði íslenskum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum

Endurskoðun

Endurskoðun er óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós álit um áreiðanleika og framsetningu þeirra. Endurskoðun End BT fylgir alþjóðlegum stöðlum um endurskoðun.

  • Endurskoðun

  • Könnun

  • Endurskoðunarnefndir

Eigendur End BT taka að sér setu í endurskoðunarnefndum félaga ásamt því að veita stjórnum og fulltrúum endurskoðunarnefnda félaga ráðgjöf um verkefni endurskoðunarnenfda skv. lögum.

What We Offer

Skattaráðgjöf

End BT býður viðskiptavinum lausnir á álitamálum tengdum sköttum og innheimtu opinberra gjalda. Áhrif skatta og opinberra gjalda geta haft veruleg áhrif á arðsemi viðskipta og mikilvægt er að meta áhrif skatta áður en þau eiga sér stað. End BT metur heildstætt áhrif skatta á viðskipti og skoðar viðfangsefnin út frá fleiri mögulegum álitaefnum með það fyrir augum að finna þá lausn sem hentar viðkomandi viðskiptavinum best.

Þjónusta End BT innifelur m.a. aðstoð við eftirfarandi:

  • Aðstoð við skattútreikninga og yfirferð á skattskuldbindingum 

  • Álitsgerðir um ýmis álitamál tengd sköttum 

  • Ráðgjöf og úrlausn við ágreiningsmál um skatta og flókin skattskil 

  • Samskipti og málarekstur við skattyfirvöld 

Fyrirtækjaráðgjöf

End BT veitir fyrirtækjum alhliða ráðgjöf á öllum sviðum fjármála. Þjónusta fyrirtækjaráðgjafar felst einkum í þjónustu á eftirtöldum sviðum:

  • Fjárhagsleg endurskipulagning

  • Fjármögnun

  • Virðismat á fyrirtækjum, eignum og skuldum

  • Virðisrýrnunarpróf

  • Kaup og sölur, samruna og skiptingar fyrirtækja og félagsréttarmál

  • Áreiðanleikakannanir, fjárhagslega, skattalega og markaðslega

 

End BT aðstoðar æðstu stjórnendur við verkstjórn fjármálatengdra verka, samningaviðræður, virðisútreikninga, fjárhagslíkanagerð ásamt allri fjármálagreiningu.   


Eigendur End BT hafa allir víðtæka og áralanga reynslu af ráðgjöf af því tagi sem fyrirtækið býður upp á og hafa komið að mörgum af stæstu viðskiptum á íslenskum markaði á síðustu áratugum.

Bókhald

End BT býður upp á alla almenna bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, einstaklinga í rekstri, húsfélög og félagasamtök. Við sjáum um færslu bókhalds, afstemmingar, útgáfur reikninga, virðisaukaskattsuppgjör, launavinnslu og fleira.

Unnið er eftir stöðluðu bókhaldskerfi. End BT leggur áherslu á að vera með nýjustu uppfærslur kerfa að teknu tilliti til breytinga á lögum og reglum sem um bókhald gilda.

Why Us

Afhverju
End BT

Djúp þekking

Mikil sérþekking á sviði reikningsskila, skattamál, endurskoðunar og fjármálaráðgjafar.

​Áralöng reynsla

Eigendur End BT búa að áralangri reynslu á sínu sérsviði sem spannar allt er varðar fjárhagsupplýsingar fyrirtækja. Allir eigendur hafa um lengri eða skemri tíma sinnt stjórnunarstöðum í alþjóðlegu sérþekkingarfyrirtæki.

Persónuleg þjónusta

Við leggjum áhersu á að veita viðskiptavinum okkar persónulega og hreinskiptna þjónustu og fylgja öllum verkum eftir til enda. Traust þjónusta og ábyrg samskipti eru lykillinn að árangri. 

FÓLK

Fólk

Eigendur End BT eru ykkar fólk og leggja sig ávallt fram um að veita trausta, áreiðanlega og hreinskiptna þjónustu.

ÁHÓ.jpeg

Ágúst Heimir Ólafsson

Eigandi   |   agust@endbt.is   |   +354 696 9967

Ágúst Heimir hefur yfir 25 ára reynslu á öllum sviðum endurskoðunar, reikningsskila og fjármálaráðgjafar og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins sem og á erlendum vettvangi. Hann vann að virðismati á eignasafni allra stóru íslensku viðskiptabankanna í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og ásamt alþjóðlegu teymi ráðgjafa. Ágúst Heimir var yfirmaður ráðgjafasviðs eins af stærstu sérþekkingarfyrirtækja Íslands um 12 ára skeið. Ágúst Heimir lauk kanditatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2000. Þá lauk Ágúst Heimir meistaragráðu í hagnýtri siðfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Meistararitgerðin ber heitið „Goðsögnin um hina glöggu mynd“.

Birkir Leósson lítil svart-hvít.jpeg

Birkir Leósson

Eigandi   |   birkir@endbt.is  |   +354 860 3026

Birkir er stjórnarmaður og einn af stofnendum End BT. Birkir hefur áratuga reynslu á sviðum endurskoðunar, reikningsskila, skatta- og félagsréttarmála sem og ráðgjafar á þeim sviðum.  Hann hefur þjónustað mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins sem og millistór og minni fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins. Birkir var m.a. áður fyrr yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs eins stærsta sérþekkingarfyrirtækis landsins og sat þá í framkvæmdaráði þess.  Hann var einnig yfirmaður sjávarútvegshóps þess sama fyrirtækis. Birkir hefur verið í skattanefnd og reikningsskilanefnd Félags löggiltra endurskoðenda. Hann hefur sinnt meðdómarastörfum og unnið sem dómkvaddur matsmaður. Hann hefur einnig setið í stjórnum og endurskoðunarnefndum. Birkir lauk kandidatsprófi frá Háskóla Íslands árið 1983 og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 1987.

guðm.jpeg

Guðmundur Kjartansson

Eigandi   |   gudmundur@endbt.is  |   +354 860 3054

Guðmundur er stjórnarformaður og einn af stofnendum End BT. Guðmundur var stjórnarformaður eins af stærstu sérþekkingarfyrirtækja landsins ehf. á árunum 2001 til 2006 og sat síðar í framkvæmdaráði þess félags sem yfirmaður áhættu- og gæðastýringar til ársins 2014. Guðmundur leiddi mörg af stærstu endurskoðunar- og ráðgjafarverkefnum sérþekkingarfyrirtækisins á árunum 1995 til 2017. Hann hefur tekið að sér tímabundin verkefni sem framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og stjórnarmennsku fyrir viðskiptavini og hefur sérhæft sig til setu í endurskoðunarnefndum og hefur unnið sem dómkvaddur matsmaður. Guðmundur sat í siðanefnd Félags löggiltra endurskoðenda. Guðmundur lauk kandídatsprófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands árið 1985 og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 1989.

LF.jpeg

Lárus Finnbogason

Eigandi   |   larus@endbt.is  |   +354 893 5129

Lárus er framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og einn af stofnendum End BT. Lárus hefur unnið sem endurskoðandi og ráðgjafi um áratuga skeið. Með margra ára starfi í fjölbreytilegum verkefnum hefur Lárus aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar sem gerir honum kleift að veita hagnýtar og árangursríkar lausnir í þeim verkefnum sem hann vinnur að. Lárus hefur fjölþætta stjórnunarreynslu sem stjórnandi verkefnahópa og sem sviðsstjóri endurskoðunarsviðs stórs endurskoðunarfyrirtækis en þeirri stjórnunarstöðu gegndi hann um tveggja áratugaskeið allt fram til ársins 2014. Á þeim tíma sat hann í framkvæmdaráði þess félags. Lárus hefur setið í Reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga, sat í stjórn Fjármálaeftirlitsins og gegndi formennsku í skilanefnd Landsbanka Íslands. Hann hefur sinnt meðdómarastörfum og unnið sem dómkvaddur matsmaður. Lárus hefur átt sæti í stjórnum, nefndum og vinnuhópum, bæði á vegum opinberra aðila og á vegum Félags löggiltra endurskoðenda (FLE). Hann var varaformaður FLE í tvö ár og síðan formaður félagsins í önnur tvö ár. Lárus er nú formaður endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Lárus lauk kandídatsprófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands á árinu 1984 og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa á árinu 1987.

Contact Us

Hafa
samband

Endurskoðun BT

Stórhöfða 33, 

110, Reykjavík

Takk fyrir fyrirspurnina!

Endurskoðun BT ehf.

Stórhöfða 33, 110, Reykjavík

Kt. 690118-1730

opið virka daga:  09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

bottom of page